Landspítali hlaðvarp

GEÐVARPIÐ // Rætt um geðhjúkrun við þrjá unga hjúkrunarfræðinga

Episode Summary

"Geðvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Að þessu sinni er Guðfinna Betty Hilmarsdóttir þáttarstjórnandi með Helgu Sif. Viðmælendur þeirra eru þær Rósa Björg Ómarsdóttir í transteymi BUGL, Magnea Herborg Magnúsardóttir á Laugarási meðferðargeðdeild og Ólöf Jóna Ævarsdóttir á móttökugeðdeild fíknimeðferðar. Umræðuefnið er geðhjúkrun í sinni víðustu mynd með starfsferil og reynslu þessara þriggja hjúkrunarfræðinga í brennidepli. Geðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

Episode Notes

"Geðvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Að þessu sinni er Guðfinna Betty Hilmarsdóttir þáttarstjórnandi með Helgu Sif. Viðmælendur þeirra eru þær Rósa Björg Ómarsdóttir í transteymi BUGL, Magnea Herborg Magnúsardóttir á Laugarási meðferðargeðdeild og Ólöf Jóna Ævarsdóttir á móttökugeðdeild fíknimeðferðar. Umræðuefnið er geðhjúkrun í sinni víðustu mynd með starfsferil og reynslu þessara þriggja hjúkrunarfræðinga í brennidepli. Geðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

 

Rósa Björg Ómarsdóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Starfaði fyrstu árin á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Fór þaðan í heimahjúkrun og var oft í tímavinnu, til dæmis við öldrunarhjúkrun. Vann einnig á bráðamóttöku og á krabbameinsdeild í Danmörku. Hefur lengi haft sterkar taugar til geðhjúkrunar síðan hún  hóf störf á BUGL sem ráðgjafi á legudeild árið 2002 og alltaf langað að vinna þar aftur. Haustið 2020 hóf hún diplómanám í fjölskyldumeðferð og útskrifast þar vorið 2022. Stefni svo á að klára diplómanám í kynfræði eftir það. Hóf aftur störf á göngudeild BUGL í desember 2020 sem hjúkrunarfræðingur og er í dag teymisstjóri yfir transteymi BUGL.

 

Magnea Herborg Magnúsardóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2020.  Hóf störf á Laugarási meðferðargeðdeild sumarið 2020 og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur og málastjóri. Heillaðist af starfseminni þegar hún var þar í verknámi á þriðja ári.

 

Ólöf Jóna Ævarsdóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2019. Hóf störf á móttökugeðdeild fíknimeðferðar í mars 2018 sem hjúkrunarnemi og hefur unnið þar síðan. Aðstoðardeildarstjóri á afeitrunardeild ólögráða ungmenna í afleysingu frá 2021-2022. Frá mars 2020 verið hjúkrunarfræðingur og þátttakandi í þróun þjónustu fyrir jaðarsetta einstaklinga sem dvelja í farsóttarhúsi. Sinnt kennslu á miðlægu starfsþróunarári spítalans, meðal annars um fráhvarfsmeðferð.

 

Guðfinna Betty Hilmarsdóttir er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á bráðageðdeild 32C. Útskrifaðist úr hjúkrunarfræði við HÍ 2012 og kláraði diplóma í kynfræði 2014. Útskrifaðist sem leiðbeinandi í viðbrögðum og varnarleiðum við ofbeldi árið 2013, og tók þátt í kennslu og uppbyggingu á varnarteymi frá 2013-2019. Starfaði á fíknigeðdeild frá 2012-2017 og síðan á bráðageðdeild frá 2017 til dagsins í dag. Hefur starfað sem aðstoðardeildarstjóri frá árinu 2016, fyrst á fíknigeðdeild og svo á bráðageðdeild.

 

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er geðhjúkrunarfræðingur hjá geðþjónustu Landspítala. Hún lauk BSc.-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1999 og meistaragráðu í geðhjúkrun við hjúkrunarfræðiskóla Washington University árið 2004 og hlaut doktorsgráðu í hjúkrunarfræði við sama skóla árið 2007. Helga lauk til viðbótar meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017. Helga Sif hefur tekið virkan þátt í fræðslu og þjálfun starfsfólks vítt og breytt á Landspítala. Hún hefur verið lektor við hjúkunarfræðideild Háskóla Íslands, stundakennari við læknadeild HÍ og einnig kennt á á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.