Landspítali hlaðvarp

GEÐVARPIÐ // Gísli Kort Kristófersson spjallar við Helgu Sif um ástarsamband hans við hjúkrun

Episode Summary

"Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum þriðja þætti fær Helga Sif til sín geðhjúkrunarfræðinginn dr. Gísla Kort Kristófersson, sem starfar á Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt því að vera dósent við Háskólann á Akureyri og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Helga Sif og Gísli Kort ræða bakgrunn hans, velta vöngum yfir stöðu geðhjúkrunar í samfélaginu og fara yfir helstu verkefni hans í dag.

Episode Notes

"Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum þriðja þætti fær Helga Sif til sín geðhjúkrunarfræðinginn dr. Gísla Kort Kristófersson, sem starfar á Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt því að vera dósent við Háskólann á Akureyri og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Helga Sif og Gísli Kort ræða bakgrunn hans, velta vöngum yfir stöðu geðhjúkrunar í samfélaginu og fara yfir helstu verkefni hans í dag.

Gísli Kort er virkur í þó nokkrum rannsóknarhópum, bæði alþjóðlegum og innlendum. Meginviðfangsefni hans hafa lotið að rannsóknum á núvitund, geðheilbrigði fanga og áfengis- og vímuefnanotkun íslenskra unglinga ásamt því að skrifa um samþætta nálgun í geðhjúkrun.

Í doktorsnámi sínu hannaði Gísli Kort og prófaði notkun núvitundar inngrips á einstaklinga með áfengis- og vímuefnavanda og heilaskaða. Það varð upphafið á frekari rannsóknum hans á notkun núvitundar hjá ólíkum hópum. Aðlögun núvitundar að þörfum ólíkra hópa og notkun núvitundar í geðheilbrigðisþjónustunni er sérstakt áhugaefni hans.

Ein af hugsjónum Gísla er að einstaklingar með geðræna kvilla njóti sömu gæða í þjónustu og aðrir hópar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Meðal annarra rannsóknarefna Gísla Korts er áhugi á að skilja af hverju karlar velja síður hjúkrunarfræði en konur og hvernig er hægt að stuðla að aukinni þátttöku þeirra í hjúkrunarfræði, þróun og útfærsla þverfaglegs náms innan heilbrigðisvísinda, og geðheilsa eldra fólks á landsbyggðinni, svo eitthvað sé nefnt.

Gísli Kort er fæddur árið 1978. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1998, útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2004, með meistaragráðu í geðhjúkrun frá Minnesota-háskóla 2008 og doktorsgráðu með áherslu á geðhjúkrun frá sama skóla árið 2012. Hann hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustunni frá 2004, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi á legudeildum fullorðinna, BUGL, og í þverfaglegum samfélagsteymum og þjónustu.

Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.

SIMPLECAST
https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-03