Landspítali hlaðvarp

GEÐVARPIÐ // Samskipti: Helga Sif Friðjónsdóttir, Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal og Halldóra Friðgerður Víðisdóttir

Episode Summary

"Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Geðhjúkrunarfræðingar á Landspítala ræða í fyrsta þætti Geðvarpsins samskipti í víðu samhengi, ásamt því að segja stuttlega frá bakgrunni sínum. Í þessum fyrsta þætti fær Helga Sif til liðs við sig Sigurveigu Sigurjónsdóttur Mýrdal deildarstjóra á BUGL og Halldóru Friðgerði Víðisdóttur deildarstjóra á Laugarási sem leiðir samtalið í þessum þætti.

Episode Notes

Geðhjúkrunarfræðingar á Landspítala ræða í fyrsta þætti Geðvarpsins samskipti í víðu samhengi, ásamt því að segja stuttlega frá bakgrunni sínum. Gestastjórnandi er dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, sem er deildarstjóri hjá geðþjónustu Landspítala. Í þessum fyrsta þætti eru gestir hennar Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal deildarstjóri á BUGL og Halldóra Friðgerður Víðisdóttir deildarstjóri á Laugarási sem leiðir samtalið áfram í þessum þætti.

"Geðvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir.

Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

SIMPLECAST
https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-01