Landspítali hlaðvarp

Brautryðjendur í hjúkrun: Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir

Episode Summary

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í þáttsyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Helga Sif er geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Landspítala. Hún var meðal þeirra fjórtán Íslendinga, sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Helga Sif hlaut riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma. Hún hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu.

Episode Notes

Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í þáttsyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Helga Sif er geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Landspítala. Hún var meðal þeirra fjórtán Íslendinga, sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Helga Sif hlaut riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma. Hún hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu.

"Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jóns Hjördísardóttir, sem starfar í dag annars vegar á hjartagátt og hins vegar í starfsmannahjúkrun hjá skrifstofu mannauðsmála. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala.

Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

SIMPLECAST
https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-04

Helga Sif var hjúkrunardeildarstjóri fíknigeðdeildar geðsviðs frá 2011 til 2016 og hefur nú verið deildarstjóri göngudeildar geðþjónustu Landspítala nú um tæplega fjögurra ára skeið. Hún lauk BSc.-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1999. Hún lauk meistaragráðu í geðhjúkrun við hjúkrunarfræðiskóla Washington University árið 2004 og hlaut doktorsgráðu í hjúkrunarfræði við sama skóla árið 2007. Helga lauk til viðbótar meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017.

Hún hefur tekið virkan þátt í fræðslu og þjálfun starfsfólks vítt og breytt á Landspítala og meðal annars haldið erindi um hjúkrun einstaklinga með fíknivanda, skaðaminnkun, áhugahvetjandi samtöl, samskipti og breytingarstjórnun með meiru. Helga Sif var lektor við hjúkunarfræðideild HÍ árin 2007-2011 og hefur verið klínískur lektor við sömu deild samhliða deildarstjórarstarfi sínu. Hún er einnig stundakennari við læknadeild Háskóla Íslands og á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.