Landspítali hlaðvarp

Bergþóra Baldursdóttir: Sjúkraþjálfun og lífsbjargandi byltuvarnir

Episode Summary

Dr. Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari segir frá uppvextinum í Smáíbúðahverfinu og hvers vegna hún valdi sjúkraþjálfun á sínum tíma, en hótelstýra í Kaupmannahöfn átti þar hlut að máli. Í hlaðvarpinu veitir Bergþóra hlustendum meðal annars góð ráð til að bæta jafnvægi með auðveldum skynörvandi æfingum við allra hæfi.

Episode Notes

Dr. Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari segir frá sínum uppvexti í Smáíbúðahverfinu og hvers vegna hún valdi sjúkraþjálfun á sínum tíma, en hótelstýra í Kaupmannahöfn átti þar hlut að máli. Bergþóra hefur verið ráðin til eins árs í stöðu verkefnastjóra byltuvarna. Um er að ræða tilraunaverkefni á vegum framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga. Nýlega varði hún doktorsritgerð sína sem fjallaði um áhrif skynörvandi jafnvægisþjálfunar meðal óstöðugs eldra fólks og einstaklinga sem höfðu dottið og úlnliðsbrotnað og einnig hvað einkenndi þá sem höfðu úlnliðsbrotnað. Bergþóra hefur starfað við sjúkraþjálfun aldraðra á Landakoti frá árinu 1997. Með hækkandi aldri verðum við óstöðugri og byltuhætta eykst. Þetta gerist meðal annars vegna aldurstengdra breytinga í jafnvægiskerfi innra eyra – nokkuð sem getur gerst með ójöfnun hætti. Í hlaðvarpinu veitir Bergþóra hlustendum meðal annars góð ráð til að bæta jafnvægi með skynörvandi æfingum sem allir gera gert.